Gula fílabindið

Ólafur Ragnar er jafnan glæsilega til fara, alltaf virðulegur og vel greiddur og hefur hefðbundinn og klassískan fatasmekk. Við hátíðleg tækifæri og í opinberum erindagjörðum klæðist hann gjarnan dökkum jakkafötum, hvítri skyrtu og hálsbindi.

Eitt bindanna sem hann hefur borið við fjölmörg tækifæri hefur komist í fréttirnar. Þetta er gult silkibindi með litríkum myndum af litlum bláum og ljósbláum fílum sem Dorrit gaf honum.

Margir höfðu talið að með því að bera bindið, væri hann að senda einhver óræð pólitísk skilaboð, en svo virðist þó ekki vera, bindið er einfaldlega í uppáhaldi hjá Ólafi Ragnari.

Ljósmynd: Golli

. . .

Heimildir

Vísir.is: Gula fílabindið gjöf frá Dorrit

Nútíminn.is: Hvað er málið með öll þessi fílabindi? Davíð og Ólafur Ragnar báðir með fílabindi um hálsinn

Nútíminn.is: Steldu stílnum: Hér geturðu fengið fílabindi Ólafs Ragnars á tilboði