Háskóli Ólafs Ragnars

Ólafur Ragnar stundaði nám í hagfræði og stjórnmálafræði við Háskólann í Manchester, lauk BA-prófi þaðan árið 1965 og doktorsprófi í stjórnmálafræði frá sama skóla árið 1970. Hann varð þar með fyrstur Íslendinga til að ljúka doktorsprófi í stjórnmálafræði.

Ólafur Ragnar var skipaður lektor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands 1970 og prófessor í sömu grein árið 1973. Hann vann frumkvöðlastarf í því að byggja upp námsbraut í stjórnmálafræði. Hann er höfundur fjölda fræðigreina og ritgerða sem birst hafa í íslenskum og erlendum tímaritum.

. . .

Heimildir

Forseti.is