Háskóli Vigdísar

Vigdís stundaði nám í frönsku og frönskum bókmenntum í Grenoble og við Sorbonne-háskóla í París á árunum 1949-1953 með leikbókmenntir sem sérgrein.

Hún nam leiklistarsögu við Kaupmannahafnarháskóla 1957-58, tók BA-próf í frönsku frá Háskóla Íslands og próf í uppeldis- og kennslufræðum árið 1968.

Vigdís er heiðursdoktor og heiðursprófessor við marga háskóla og stofnanir víðs vegar um heiminn. Hún hefur verið sæmd heiðursdoktorsnafnbót við eftirfarandi háskóla:

Háskólinn í Grenoble, Frakklandi árið 1985.

Háskólinn í Bordeaux, Frakklandi árið 1987.

Smith College, Bandaríkjunum árið 1988.

Luther College, Bandaríkjunum árið 1989.

Háskólinn í Manitoba, Kanada árið 1989.

Háskólinn í Nottingham, Bretlandi árið 1990.

Háskólinn í Tampere, Finnlandi árið 1990.

Háskólinn í Gautaborg, Svíþjóð árið 1990.

Gashuin háskólinn í Tokyo, Japan árið 1991.

Háskólinn í Miami, Bandaríkjunum árið 1993,

St. Mary’s háskólinn í Halifax, Kanada árið 1996.

Háskólinn í Leeds, Bretlandi árið 1996.

Memorial University í St John, Nýfundnalandi, Kanada árið 1997.

Háskólinn í Guelph, Kanada árið 1998.

Háskóli Íslands árið 2000.

. . .

Heimildir

Forseti.is