Mislitu sokkarnir

Guðni hefur verið iðinn við að styrkja brýn málefni og látið samfélagshópa sem standa höllum fæti og samtök sem standa í réttindabaráttu, sig miklu varða. Oft hefur hann sýnt slíkan stuðning í verki með óhefðbundnum og skemmtilegum hætti.

Guðni forseti

„Náttúra Íslands er viðkvæm, við viljum bæði vernda hana og nýta á ábyrgan og sjálfbæran hátt. Þetta getur reynst vandasamt en skilum landinu til næstu kynslóða þannig að þær fái notið gæða þess og gagna eins vel og við.“