Vigdís stelur senunni

Kjör og valdataka Vigdísar Finnbogadóttur var heimsviðburður. Ein af fáum stórfréttum sem þá höfðu ratað í heimspressuna frá litla Íslandi. Engin sérstök tíðindi lágu þó í loftinu af náttúrunnar hálfu þennan fyrsta ágústdag árið 1980. Í húsi við Aragötu var engu að síður handagangur í öskjunni. Þar var verið að undirbúa húsmóður fyrir kastljós heimsins.